um Ásdísi

Ég býð mig fram í fyrsta sæti í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins í Kópavogi 12. mars nk. Ég er 43 ára gömul með bæði verkfræði- og hagfræðimenntun. Ég hef víðtæka reynslu úr íslensku atvinnulífi og starfaði síðastliðin átta ár hjá Samtökum atvinnulífsins sem forstöðumaður efnahagssviðs og síðustu tvö ár sem aðstoðarframkvæmdastjóri samtakanna. Þá hef ég einnig starfað á fjármálamörkuðu, setið í stjórnum fyrirtækja og gegnt trúnaðarstörfum fyrir stjórnvöld.   

 

Ég er gift Agnari Tómasi Möller, verkfræðingi, og saman eigum við þrjú börn, Tómas (13), Thelmu Sigríði (13) og Kristján (10). 

Starfsferill

 

2020-2022 Aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins

Frá árinu 2020 starfaði ég sem aðstoðarframkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins og var með yfirumsjón yfir málefnastarfi samtakanna ásamt því að vera í forsvari fyrir samtökin ásamt framkvæmastjóra um megin hagsmuni samtakanna. Samtök atvinnulífsins standa vörð um hagsmuni fyrirtækja og mikilvægi þess að tryggja samkeppnishæft rekstarumhverfi sem stuðlar að arðbæru, fjölbreyttu og ábyrgu atvinnulífi sem bætir lífskjör allra. Í starfi samtakanna er rík áhersla lögð á mikilvægi þess að halda álögum og gjöldum á fólk og fyrirtæki í hóf og tryggja ábyrgan og skilvirkan rekstur hins opinbera þar með talið á sveitarstjórnarstiginu. Ég hef tekið þátt í fjölmörgum ráðstefnum, innanlands og erlendis, sem fyrirlesari og sem þátttakandi í pallborðsumræðum. Þá hef ég skrifað reglulega greinar á opinberum vettvangi og verið virk í opinberri umræðu á sviði efnahagsmála.

 

2013-2020 Efnahagssvið Samtaka atvinnulífsins

Forstöðumaður

Frá árinu 2013 til 2020 starfaði ég sem forstöðumaður efnahagssviðs Samtaka atvinnulífsins og leiddi uppbyggingu þessa sviðs innan samtakanna. Efnahagssvið SA sér um greiningar á sviði efnahagsmála. Megin áhersla efnahagssviðsins hefur verið að greina veikleika og styrkleika íslensks atvinnulífs, auk þess að gefa út reglulega greiningar á sviði peningamála og fjármála hins opinbera.

 

2011-2013 Greiningardeild Arion banka

Forstöðumaður

Frá janúar 2011 til loka árs 2013 veitti ég greiningardeild Arion banka forstöðu. Á þeim tíma var greiningardeildin í mikilli mótun og leiddi ég ýmsar mikilvægar breytingar á deildinni og starfssviði hennar. Tók þátt í mörgum ráðstefnum innanlands sem fyrirlesari.

 

2005-2011 Greiningardeild Arion banka

Efnahagsgreinandi

Í greiningardeild Arion banka (áður Kaupþing) starfaði ég fyrst og fremst sem efnahagsgreinandi. Ég tók þátt í að byggja upp og hafa yfirumsjón með

hagspárlíkani greiningardeildarinnar. Gaf auk þess út fjölmargar efnahagsgreiningar og ársfjórðungslega efnahagsspá. Kynnti greiningar og spár á

ráðstefnum bankans.

 

2005 Fjármálaráðuneytið

Sérfræðingur

Hjá fjármálaráðuneytinu vann ég að þjóðhagsspá og skrifaði um íslenskt efnahagslíf í ritið Þjóðarbúskapurinn.

 

2002-2004 Lánstraust

Viðskiptastjóri

Áhættugreining fyrirtækja.

 

 

Annað

 

2020-2021 Starfshópur um efnahagsleg áhrif valkosta í sóttvarnamálum

Ég var skipuð af fjármála- og efnahagsráðherra í starfshóp um að vinna reglulegar greiningar á efnahagslegum áhrifum vakosta í sóttvarnarmálum.

 

2018-2020 Stjórn Arctic Adventure ehf.

 

2018-núv. Aðalstjórn HK, í leyfi   


2017-2018    Verkefnastjórn um endurskoðun peningastefnunnar

Ég var skipuð af forsætisráðuneytinu í mars 2017 í þriggja manna nefnd um endurskoðun á íslensku peningastefnunni. Nefndin skilaði tillögum í júní 2018.

 

2017-núv. Stjórn félags viðskipta- og hagfræðinga

 

2014-núv. Stjórn fulltrúaráðs Verslunarskóla Íslands

 

2013 Samráðsvettvangur um aukna hagsæld

Ég var fulltrúi Arion banka á samráðsvettvangi á vegum forsætisráðuneytisins og stjórnað var af McKinsey & Company. Nánari umfjöllun er að finna á: http://www.forsaetisraduneyti.is/samradsvettvangur/